top of page
Copy of DJI_0008.jpg

KOSTIR LANGTÍMALEIGU

Bilaleigur.is er vefsvæði þar sem bílaleigan Geysir býður upp á lausnir sérsniðnar að þörfum íslenska markaðarins. Við eigum mjög fjölbreytt úrval bifreiða í langtímaleigu, vetrarleigu og til sölu.

Geysir er fjölskyldufyrirtæki með litla yfirbyggingu sem gerir okkur kleift að veita persónulega og metnaðarfulla þjónustu til að mæta þínum þörfum. Við erum með höfuðstöðvar í Keflavík en bjóðum einnig upp á afhendingu í Reykjavík.

Fyrir bíla í skammtímaleigu má sjá verð á heimasíðu okkar Geysir.is

Hér að neðan svörum við algengustu spurningum er varða langtímaleigu og vetrarleigu á bíl en ef einhverjar frekari spurningar vakna ekki hika við að hafa samband í tölvupósti á langtimaleiga@geysir.is

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvað er innifalið í langtímaleigu?

  • Innifalið í leigunni er allt hefðbundið viðhald, bifreiðagjöld, dekk og dekkjaskipti, smurþjónusta, þjónustuskoðanir, umsaminn akstur, ábyrgðartrygging, kaskótrygging með sjálfsábyrgð og virðisaukaskattur. Eldsneyti, rúðuvökvi og rúðuþurkur eru ekki innifaldar í leiguverðinu. Veggjöld (KM gjöld ríkisins á vistvæn ökutæki) eru ekki innifalin í verðinu og leggst ofan á umsamið leiguverð Rafmagns og PHEV bifreiða. 
    Viðhald vegna óeðlilegs slits eða slæmrar meðferðar ökutækis er ekki innifalið í leiguverðinu. 

 

Borgar það sig fyrir mig að taka bíl á langtímaleigu?

  • Á mörgum heimilum er bifreiðin næst stærsti útgjaldaliðurinn. Því er eðlilegt að huga að hagstæðustu leiðinni við rekstur heimilisbílsins. Við kaup á nýjum eða nýlegum bíl þarf að huga að ýmsum kostnaðarliðum sem fylgja fjárfestingunni, líkt og afföll, vaxtakostnaður, tryggingar, dekkjaslit og bifreiðagjöld svo ekki sé minnst á óvæntu útgjöldin sem kunna að fylgja því ef bíllinn bilar.
    Með langtímaleigu greiðir þú aðeins eitt fast mánaðarlegt gjald og því auðveld að meta kostnað hennar sem getur í mörgum tilfellum verið hagstæðari.  

Hvar sæki ég bílinn?

  • Við bjóðum upp á afhendingu á afgreiðslustöðvum okkar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll

Hvernig greiði ég fyrir leiguna?

  • Viðskiptavinir geta greitt með kreditkorti í boðgreiðslum eða gegnum heimabanka. 

Á hvernig dekkjum er bíllinn?

  • Bílarnir okkar eru afhentir á heilsársdekkjum. Samkvæmt umhverfisstefnu bílaleigunnar Geysis mælum við með því að ökumenn nýti sér kosti heilsárs og vetrardekkja í stað nagladekkja, sérstaklega innan höfðborgarsvæðisins. 

Hvað geri ég ef bíllinn tjónast?

  • Leigutaki skal fylla út tjónaskýrslu og tilkynna tjónið til Geysis þar sem tjónadeildin okkar tekur við málinu. Tilkynni leigutaki ekki um tjón sem verður á ökutækinu á leigutíma ber hann fulla ábyrgð á því tjóni.

Hvað gerist ef ekið er umfram umsaminn kílómetrafjölda?

  • Hver umfram kílómeter kostar frá 19-40kr.

Hver má keyra bílinn?

  • Leigutaka og öðrum fjölskyldumeðlimum með sama löguheimili er heimilt að aka bílnum.

Fæ ég nýjan bíl ef bíllinn bilar?

  • Bili ökutækið vegna eðlilegs slits eða af öðrum ástæðum sem ekki eru af völdum leigutaka, skal Geysir afhenda leigutaka annan bíl eða sjá til þess að viðgerð fari fram svo fljótt sem auðið er. Viðgerðin mun ekki hafa áhrif á leigugjaldið.

HAFÐU SAMBAND

Thanks for submitting!

bottom of page